Hvað er Crossfit

CrossFit er fyrsta flokks þrekþjálfun fyrir alla. Hóp- og einkatímar okkar eru byggðir á CrossFit kerfinu sem fyrst var hannað hinum heimsfræga þjálfara Greg Glassman eftir að hafa í áraraðir fylgst með, unnið með og þjálfar allar gerðir fólks – allt frá þeim sem höfðu lítinn áhuga á líkamsrækt upp í íþróttamenn í fremstu röð.

CrossFit æfingar saman standa af síbreytilegum virkum hreyfingum (sb. að ýta, toga, lyfta, hlaupa, gera hnébeygjur) sem framkvæmdar eru af mikilli ákefð. Æfingarnar eru allar gráðaðar, sem þýðir að nýji iðkandinn og hinn alvani CrossFit iðkandi geta lokið við sömu æfingu með mismundandi þyngdir og ákefð. CrossFit æfingar skila framúrskarandi líkamlegu formi hvort sem þær eru stundaðar einar og sér eða sem viðbót við þá íþrótt sem þú stundar fyrir.

Til að læra meira um vísindin og árangurinn á bakvið CrossFit getur þú náð í ókeypis eintak af “CrossFit Journal”.

Hentar CrossFit mér?

Nú….ef þú ert einhver sem: 

  • -Vilt komast í form en kemur þér ekki af stað í ræktina;
  • -Hefur misst áhugann á líkamsræktinni sem þú stundar;
  • -Telur þig ekki hafa tíma til að stunda hreyfingu;
  • -Leitast eftir því að verða sneggri og sterkari í þinni íþrótt;
  • -Sérð ekki lengur árangur í líkamsræktinni sem þú stundar;

Þá er CrossFit handa þér!

Tímarnir okkar fara fram að Hvaleyrabraut 41, Hafnarfirði. (Suðurbrautar megin)

Hver einasta æfing er frábrugðin annarri, og þar sem þú munt sjaldnast gera sama hlutinn tvisvar, ertu síður líklegur til að leiðast æfingin eins og ef þú værir að fara sama hringinn í ræktinni þrjá daga vikunnar.

Vegna þess að æfingarnar okkar eru sjaldnast lengri en 50-55 mínútur má koma þeim inn í þétt skipuðustu stundatöflur. Til að sjá hvenær æfingar eru getur þú valið “tímatafla”hér að ofan.

Ekki síst má nefna að CrossFit er skemmtilegt! Þjálfarar okkar og iðkendur taka vel á móti þér. Þeir veita þér stuðning og vinna af kappi að því að skapa umhverfi þar sem allir ná árangri.

Heimilisfang
Hvaleyrarbraut 41, 220 Hafnarfirði
Símanúmer
571 6905/659 9599
Netfang
cfhiceland@gmail.com